Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 14:20 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira