Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 10:52 Svali segir að þetta hafi verið viðbúið. Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma þangað á ári hverju. „Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14