Innflytjendur keppast við að koma upp og reka matarvagna í Reykjavík í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. febrúar 2020 19:30 Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar. Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar.
Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira