Fótbolti

Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Inter getur ekki mætt Sampdoria í kvöld.
Inter getur ekki mætt Sampdoria í kvöld. vísir/getty

Þremur leikjum sem áttu að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag hefur verið frestað vegna ótta við útbreiðslu COVID19-veirunnar.

Þar á meðal er leikur Inter og Sampdoria. Leik kvennaliða AC Milan og Fiorentina hefur einnig verið frestað. Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með Milan. Emil Hallfreðsson og félagar hans í C-deildarliðinu Padova geta heldur ekki mætt ArzignanoChiampo í dag.

Alls hafa 79 manns smitast af veirunni á Ítalíu og tveir látist af völdum hennar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða vegna útbreiðslu veirunnar.

Öllum íþróttaleikjum sem áttu að fara fram í Venetó og Langbarðalandi (Lombardy) í dag hefur t.a.m. verið frestað. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær.

Auk leiks Inter og Sampdoria hefur leikjum Verona og Cagliari og Atalanta og Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni verið frestað.

Einnig var leik AC Milan og Fiorentina í ítölsku kvennadeildinni frestað eins og áður sagði.



Alls hafa 2348 manns látist af völdum veirunnar í Kína og ellefu í öðrum löndum. COVID19-smit hafa greinst í 26 löndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×