Töldu sig örugg ofarlega í fjörunni áður en svakaleg alda gekk á land Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 19:31 Garðar tók þessa mynd í Reynisfjöru í dag, þar sem sjá má ferðamenn í vandræðum eftir að aldan skall á. Garðar Örn Hinriksson Leiðsögumaður, sem fer með ferðamenn í Reynisfjöru í næstum hverri viku, segist aldrei hafa séð jafnstóra öldu og gekk á land í fjörunni í dag, þar sem hann var staddur með hóp ferðamanna. Hópurinn hafi talið sig öruggan þar sem hann stóð ofarlega í fjörunni en nokkrir í hópnum urðu fyrir öldunni og skapaðist töluverð hætta. Garðar Örn Hinriksson leiðsögumaður deildi myndum af atvikinu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í kvöld. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi verið með átta manna hóp í Reynisfjöru í morgun þegar brimið gerði vart við sig með áðurnefndum hætti. Garðar Örn Hinriksson, leiðsögumaður. Garðar varaði fólkið við hættunni í Reynisfjöru áður en þau lögðu af stað af bílastæðinu. Hópurinn stóð mjög ofarlega í fjörunni þegar aldan skall á og kveðst Garðar þau þess vegna hafa talið sig örugg. „Þetta er bara brotabrot af því sem gerðist þarna sem ég náði á myndum. Við stöndum þarna töluvert frá sjónum og margar öldur búnar að koma. Síðan kemur þessi risaalda. Hún kemur alveg langt, langt upp á land, eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, og tók nokkra með sér niður.“ Aldrei séð stærri öldu Garðar segir flesta hafa náð að bjarga sér á hlaupum en þrír í hópnum hans lentu í sjónum, þar af datt einn ferðamaðurinn ofan í. „Ég hef aldrei séð aðra eins öldu. Ég er búinn að fara þarna oft og sjá margar öldurnar en þetta er sú allra stærsta sem ég hef séð og hún fór langt upp á land. Meira að segja ég blotnaði sjálfur og það í fyrsta sinn.“ Garðar segir fólkinu í hópnum hafa brugðið svakalega þegar aldan gekk á land. „Sérstaklega konunni sem féll í mínum hóp. Henni dauðbrá auðvitað. Þetta lið hefði alveg getað sogast út með þessu.“ Blessunarlega hafi þó ekki farið svo. Aldan fór langt upp í fjöruna, að sögn Garðars.Garðar Örn Hinriksson „En ég tók eftir einni manneskju sem var þarna lengra sem var aðstoðuð, þar sem menn þurftu að hlaupa niður eftir, ég veit ekki hvort hún var að dragast með sjónum eða ekki en hún þurfti allavega aðstoð,“ segir Garðar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður. Maður sér oft fólk í fíflagangi, hlaupa niður að sjónum og hlaupa svo undan honum þegar hann kemur, og maður hefur séð marga blotna því þeir voru ekki að spá í því hvað væri að gerast í kringum þá. En aldrei þessu. Þetta var svakaleg alda.“ Spurning hvort þurfi að loka fjörunni Ferðaþjónustuaðilar hafa ítrekað kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Í nóvember ákváðu fjögur ráðuneyti að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Sjá einnig: Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni Garðar segir að miðað við atvikið í dag sé alveg ljóst að gera þurfi frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Hann segist ekki vita hvernig viðhorfið sé almennt innan ferðaþjónustunnar en hann heyri í það minnsta eina og eina rödd sem sé ekki hrifin af stöðu mála í dag. „Þannig að það er spurning hvort það þurfi ekki að fara bara að, ja, ég veit ekki, loka þessu hreinlega. Maður fer þarna nánast í hverri einustu viku og sjórinn er sérstaklega búinn að vera villtur undanfarin skipti sem ég hef verið að fara þarna,“ segir Garðar. Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands.Vísir/Friðrik Þór „Ef fólk á að halda áfram að fara niður í þessu fjöru, það þarf að gera eitthvað. Ég veit ekki hvort það að þarf að fara að setja upp girðingar eða hvort það þarf að vera einhver gæsla þarna. Og ég tala nú ekki um, það eru þarna ferðamenn með börn og þú ert ekkert alltaf með augun á barninu þínu.“ Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar 2018 þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Í byrjun þessa mánaðar bjargaði íslenskur leiðsögumaður tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn kvaðst hafa farið fjórum sinnum í sjóinn til aðstoðar ferðamönnum í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni Íslenskur leiðsögumaður, sem bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru á laugardag, segir sára vöntun á gæslu í Reynisfjöru. 11. febrúar 2020 18:34 Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. 8. febrúar 2020 22:06 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Leiðsögumaður, sem fer með ferðamenn í Reynisfjöru í næstum hverri viku, segist aldrei hafa séð jafnstóra öldu og gekk á land í fjörunni í dag, þar sem hann var staddur með hóp ferðamanna. Hópurinn hafi talið sig öruggan þar sem hann stóð ofarlega í fjörunni en nokkrir í hópnum urðu fyrir öldunni og skapaðist töluverð hætta. Garðar Örn Hinriksson leiðsögumaður deildi myndum af atvikinu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í kvöld. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi verið með átta manna hóp í Reynisfjöru í morgun þegar brimið gerði vart við sig með áðurnefndum hætti. Garðar Örn Hinriksson, leiðsögumaður. Garðar varaði fólkið við hættunni í Reynisfjöru áður en þau lögðu af stað af bílastæðinu. Hópurinn stóð mjög ofarlega í fjörunni þegar aldan skall á og kveðst Garðar þau þess vegna hafa talið sig örugg. „Þetta er bara brotabrot af því sem gerðist þarna sem ég náði á myndum. Við stöndum þarna töluvert frá sjónum og margar öldur búnar að koma. Síðan kemur þessi risaalda. Hún kemur alveg langt, langt upp á land, eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, og tók nokkra með sér niður.“ Aldrei séð stærri öldu Garðar segir flesta hafa náð að bjarga sér á hlaupum en þrír í hópnum hans lentu í sjónum, þar af datt einn ferðamaðurinn ofan í. „Ég hef aldrei séð aðra eins öldu. Ég er búinn að fara þarna oft og sjá margar öldurnar en þetta er sú allra stærsta sem ég hef séð og hún fór langt upp á land. Meira að segja ég blotnaði sjálfur og það í fyrsta sinn.“ Garðar segir fólkinu í hópnum hafa brugðið svakalega þegar aldan gekk á land. „Sérstaklega konunni sem féll í mínum hóp. Henni dauðbrá auðvitað. Þetta lið hefði alveg getað sogast út með þessu.“ Blessunarlega hafi þó ekki farið svo. Aldan fór langt upp í fjöruna, að sögn Garðars.Garðar Örn Hinriksson „En ég tók eftir einni manneskju sem var þarna lengra sem var aðstoðuð, þar sem menn þurftu að hlaupa niður eftir, ég veit ekki hvort hún var að dragast með sjónum eða ekki en hún þurfti allavega aðstoð,“ segir Garðar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður. Maður sér oft fólk í fíflagangi, hlaupa niður að sjónum og hlaupa svo undan honum þegar hann kemur, og maður hefur séð marga blotna því þeir voru ekki að spá í því hvað væri að gerast í kringum þá. En aldrei þessu. Þetta var svakaleg alda.“ Spurning hvort þurfi að loka fjörunni Ferðaþjónustuaðilar hafa ítrekað kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Í nóvember ákváðu fjögur ráðuneyti að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Sjá einnig: Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni Garðar segir að miðað við atvikið í dag sé alveg ljóst að gera þurfi frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Hann segist ekki vita hvernig viðhorfið sé almennt innan ferðaþjónustunnar en hann heyri í það minnsta eina og eina rödd sem sé ekki hrifin af stöðu mála í dag. „Þannig að það er spurning hvort það þurfi ekki að fara bara að, ja, ég veit ekki, loka þessu hreinlega. Maður fer þarna nánast í hverri einustu viku og sjórinn er sérstaklega búinn að vera villtur undanfarin skipti sem ég hef verið að fara þarna,“ segir Garðar. Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands.Vísir/Friðrik Þór „Ef fólk á að halda áfram að fara niður í þessu fjöru, það þarf að gera eitthvað. Ég veit ekki hvort það að þarf að fara að setja upp girðingar eða hvort það þarf að vera einhver gæsla þarna. Og ég tala nú ekki um, það eru þarna ferðamenn með börn og þú ert ekkert alltaf með augun á barninu þínu.“ Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar 2018 þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Í byrjun þessa mánaðar bjargaði íslenskur leiðsögumaður tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn kvaðst hafa farið fjórum sinnum í sjóinn til aðstoðar ferðamönnum í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni Íslenskur leiðsögumaður, sem bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru á laugardag, segir sára vöntun á gæslu í Reynisfjöru. 11. febrúar 2020 18:34 Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. 8. febrúar 2020 22:06 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni Íslenskur leiðsögumaður, sem bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru á laugardag, segir sára vöntun á gæslu í Reynisfjöru. 11. febrúar 2020 18:34
Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. 8. febrúar 2020 22:06
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15