Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir í "Miami Heat“ æfingunni sem hún vann og fékk fyrir 100 stig og 2020 Bandaríkjadali. Mynd/Instagram/wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira
Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST
CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira