Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 22:46 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á glerborðum. Vísir/Egill Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00