Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrstu grein á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hófst í Miami í dag.
Tia-Clair Toomey, sem á titil að verja á mótinu, vann fyrstu grein sem bar heitið Luce. Þar þurftu keppendur að bera Goruck bakpoka og hlaupa einn kílómetra, taka sjö upplyftingar í hringjum og loks 100 hnébeygjur, og taka þrjár umferðir af þessum æfingum.
The top ladies took off quickly and did not slow down as they tackled Hero WOD Luce under the Miami sun!
— Wodapalooza (@wodapalooza) February 20, 2020
1st place: Tia-Clair Toomey, 21:48
2nd place: Kari Pearce, 22:39
3rd place: Sara Sigmundsdottir, 23:06 pic.twitter.com/43hdBJ8Ywi
Toomey kláraði sitt á 21 mínútu og 48 sekúndum en Kari Pearce varð önnur á 22 mínútum og 39 sekúndum. Sara lauk þrautinni á 23 mínútum og 6 sekúndum.
Næsta þraut heitir Miami Heat en þar þurfa konurnar að skiptast á að brenna kalóríum á þrekhjóli og taka framstig með stöng.