„Ég er örugglega frekur karl“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 12:23 Daníel Jakobsson var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2010 til 2014. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47