Alfons Sampsted hefur skrifað undir þriggja ára samning norska úrvalsdeildarfélagið Bodø/Glimt. Alfons kemur til félagsins frá sænska liðinu IFK Norrköping.
Alfons gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í gær og skrifaði svo undir samninginn í morgun en Aasmund Bjørkan, þjálfari Bodø, lýsti yfir ánægju sinni með Alfons við heimasíðu félagsins.
Ny spiller på plass! Vi har hentet islandske Alfons Sampsted https://t.co/yzzpj01rsK
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) February 20, 2020
Alfons spilaði einn æfingaleik með norska liðinu og heillaði hann þjálfarateymið. Hann er ánægður með að vera kominn til Noregs.
„Þetta lítur mjög vel út. Ég talaði mikið við Oliver Sigurjónsson og hann talaði vel um Glimt. Ég held að þetta sé gott og sniðugt fyrir mig,“ sagði Alfons en Oliver var á mála hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Bodø endaði í 2. sæti norsku deildarinnar á síðustu leiktíð.