Innlent

Datt í strætó og flutt á bráðamóttöku

Samúel Karl Ólason skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um slys sem hafði orðið um borð í strætisvagni. Þar hafði kona dottið og fann hún mikið til í fæti. Hún var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Lögreglan aðstoðaði einnig við að koma óvelkomnum mannir úr heimahúsi í Hafnarfirði, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Skömmu seinna barst svo kvörtun vegna hávaða og lofuðu húsráðendur að draga úr látunum.

Einn maður var handtekinn á áttunda tímanum í gær vegna gruns um fíkniefnamisferli og brot á lyfjalögum. Annar var svo stöðvaður í umferðinni í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×