Viðskipti innlent

Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ferðamenn á Suðurlandi.
Ferðamenn á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Nýju reglurnar tóku gildi á miðnætti.

Danska utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter í gærkvöldi þar sem Dönum er ráðið frá því að ferðast hingað til lands að nauðsynjalausu vegna nýju reglnana, en Danir hafa verið fjölmennir í þeim hópi ferðamanna sem hingað hefur komið í sumar.

Samkvæmt heimasíðu Isavia var Icelandair með tíu áætlaðar komu flugvéla hingað til lands í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. Nokkur önnur flugfélög eru einnig með áætlaðar komur til landsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×