Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24