Það sem við getum gert fyrir heilsuna okkar Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Nú þegar stefnir í að heimsbyggðin muni glíma við afleiðingar af Covid-19 næstu misserin sem og sinna forvörnum til að hindra eða minnka líkur á smiti er tilefni til að vekja athygli á því að við megum ekki gleyma öðrum algengum sjúkdómum sem ógna heilsu fólks. Dauðsföll vegna krabbameina eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi – sér í lagi þegar skoðuð eru ótímabær dauðsföll. Þá er átt við að andlát fyrir 75 ára aldur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með viðeigandi meðferð eða forvörnum. Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við smitsjúkdóma. Áhrifin af heilsusamlegum lífsstíl byggjast líka upp yfir lengri tíma og draga úr líkum á mörgum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameinum. Einstaklingar sem ástunda heilsusamlegan lífsstíl veikjast líka, en líkurnar eru minni. Lengi hefur verið vitað að hægt er að koma í veg fyrir marga sjúkdóma (líkamlega og andlega) með reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinstilvikum með reykleysi, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu. Sé ráðleggingum í krabbameinsforvörnum fylgt er líka hægt að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Í júní á þessu ári birtu sérfræðingar hjá bandarísku krabbameinsstofnuninni samantekt og ráðleggingar byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á tengslum lífsstíls við krabbamein. Í þessari yfirferð sem hér er sagt frá var stuðst við samantektir annarra fræðistofnanna sem og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Tekið skal fram að ráðleggingar um lífsstíl í þeim tilgangi að minnka líkur á krabbameinum gilda líka fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þó er ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þeim meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Til eru sértækari næringarráðleggingar fyrir ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp meðan á meðferð stendur Í megindráttum er mælt með því að við: ·hreyfum okkur daglega ·stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og reynum að forðast að þyngjast mikið á fullorðinsárum ·borðum fæðutegundir sem eru næringarríkar og hjálpa til við að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd ·takmörkum eða sleppum neyslu á rauðu kjöti, unnum kjötvörum, sykruðum drykkjum, fínunnum kornvörum og mikið unnum matvörum ·sleppum áfengi Aðalbreytingar nýju ráðlegginganna eru áhersla á hreyfingu, að borða ríkulega úr jurtaríkinu, forðast unnar kjötvörur og að best sé að sleppa áfengi. Hér fer ég nánar yfir þessar áherslur. Hreyfum okkur meira en áður hefur verið ráðlagt – 5 klukkutíma á viku Í nýju bandarísku ráðleggingunum er mælt með því að hreyfa sig í 5 tíma á viku sem samsvarar ca. 43 mínútum á dag. Hér er verið átt við miðlungserfiða hreyfingu eins og rösklega göngu, dans og hjólreiðar (ekki keppnis). Ef við hreyfum okkur af meiri ákefð (til dæmis með hlaupum, sundi og annarri þolþjálfun) við hærri púls (hraðari öndun) þá er miðað við að hreyfa sig við slíka ákefð í 2,5 tíma á viku. Það samsvarar ca 21 mínútu á dag. Inni í þessum tíma er mælt með því að nota tvo daga á viku í styrktarþjálfun. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu mæla með því að allir fullorðnir hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur daglega. Einnig er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki í klukkutíma á dag. Fyrir alla jafnt unga sem aldna gildir að vera ekki of lengi fyrir framan sjónvarpið, tölvuna og snjalltækin . Það er mikilvægt að standa reglulega upp og gera eitthvað annað til að minnka tímann sem fer í kyrrsetu og hreyfir við blóðrásarkerfinu. Aukum hlut jurtafæðis í mataræðinu – takmörkum unnar kjötvörur eða sleppum þeim Áfram er mesta áherslan lögð á jurtafæðið til að minnka líkur á krabbameinum og snýst þetta um að borða vel af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum og baunum. Fyrir alla þessa fæðuflokka gildir að borða fjölbreytt – Ef okkur finnst banani góður má samt líka borða fleiri ávaxtategundir til að tryggja fjölbreytni. Þannig fáum við fleiri næringarefni. Heilkornavörur eru vörur á borð við gróft brauð, hrökkbrauð, heilhveitipasta, hýðishrísgrjón, kínóa og ákveðnar tegundir af múslí og morgunkorni. Þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Fæðutegundir sem mælt er með að takmarka eða sleppa eru rautt kjöt (hámark 500 grömm á viku) og þá sérstaklega unnar kjötvörur (reyktar og saltar vörur), fínar kornvörur (hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.), sykraðir drykkir og almennt mikið unnar matvörur eins og kex, kökur, djúpsteiktur matur sælgæti o.s.frv. Hér gildir að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og reyna að velja sem mest fæðutegundir sem eru lítið unnar. Vörur sem merktar eru með skráargatinu eru góður kostur með tilliti til næringargildis innan hvers vöruflokks. Best er að sleppa áfenginu Að lokum skal ítrekað að ekki eru til nein örugg mörk í neyslu á áfengi þegar kemur að krabbameinsáhættu. Áfengisneysla er tengd aukinni hættu á krabbameinum á sjö stöðum í líkamanum. Best er að sleppa áfengi, en ef við drekkum þá er mikilvægt að drekka hóflega. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu Heimildir og skylt efni: American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention Rautt eða hvítt? Heilsuráð Mottumars Heilsuvera Covid-19: Næring og matvæli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Heilsa Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar stefnir í að heimsbyggðin muni glíma við afleiðingar af Covid-19 næstu misserin sem og sinna forvörnum til að hindra eða minnka líkur á smiti er tilefni til að vekja athygli á því að við megum ekki gleyma öðrum algengum sjúkdómum sem ógna heilsu fólks. Dauðsföll vegna krabbameina eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi – sér í lagi þegar skoðuð eru ótímabær dauðsföll. Þá er átt við að andlát fyrir 75 ára aldur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með viðeigandi meðferð eða forvörnum. Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við smitsjúkdóma. Áhrifin af heilsusamlegum lífsstíl byggjast líka upp yfir lengri tíma og draga úr líkum á mörgum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameinum. Einstaklingar sem ástunda heilsusamlegan lífsstíl veikjast líka, en líkurnar eru minni. Lengi hefur verið vitað að hægt er að koma í veg fyrir marga sjúkdóma (líkamlega og andlega) með reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinstilvikum með reykleysi, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu. Sé ráðleggingum í krabbameinsforvörnum fylgt er líka hægt að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Í júní á þessu ári birtu sérfræðingar hjá bandarísku krabbameinsstofnuninni samantekt og ráðleggingar byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á tengslum lífsstíls við krabbamein. Í þessari yfirferð sem hér er sagt frá var stuðst við samantektir annarra fræðistofnanna sem og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Tekið skal fram að ráðleggingar um lífsstíl í þeim tilgangi að minnka líkur á krabbameinum gilda líka fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þó er ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þeim meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Til eru sértækari næringarráðleggingar fyrir ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp meðan á meðferð stendur Í megindráttum er mælt með því að við: ·hreyfum okkur daglega ·stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og reynum að forðast að þyngjast mikið á fullorðinsárum ·borðum fæðutegundir sem eru næringarríkar og hjálpa til við að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd ·takmörkum eða sleppum neyslu á rauðu kjöti, unnum kjötvörum, sykruðum drykkjum, fínunnum kornvörum og mikið unnum matvörum ·sleppum áfengi Aðalbreytingar nýju ráðlegginganna eru áhersla á hreyfingu, að borða ríkulega úr jurtaríkinu, forðast unnar kjötvörur og að best sé að sleppa áfengi. Hér fer ég nánar yfir þessar áherslur. Hreyfum okkur meira en áður hefur verið ráðlagt – 5 klukkutíma á viku Í nýju bandarísku ráðleggingunum er mælt með því að hreyfa sig í 5 tíma á viku sem samsvarar ca. 43 mínútum á dag. Hér er verið átt við miðlungserfiða hreyfingu eins og rösklega göngu, dans og hjólreiðar (ekki keppnis). Ef við hreyfum okkur af meiri ákefð (til dæmis með hlaupum, sundi og annarri þolþjálfun) við hærri púls (hraðari öndun) þá er miðað við að hreyfa sig við slíka ákefð í 2,5 tíma á viku. Það samsvarar ca 21 mínútu á dag. Inni í þessum tíma er mælt með því að nota tvo daga á viku í styrktarþjálfun. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu mæla með því að allir fullorðnir hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur daglega. Einnig er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki í klukkutíma á dag. Fyrir alla jafnt unga sem aldna gildir að vera ekki of lengi fyrir framan sjónvarpið, tölvuna og snjalltækin . Það er mikilvægt að standa reglulega upp og gera eitthvað annað til að minnka tímann sem fer í kyrrsetu og hreyfir við blóðrásarkerfinu. Aukum hlut jurtafæðis í mataræðinu – takmörkum unnar kjötvörur eða sleppum þeim Áfram er mesta áherslan lögð á jurtafæðið til að minnka líkur á krabbameinum og snýst þetta um að borða vel af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum og baunum. Fyrir alla þessa fæðuflokka gildir að borða fjölbreytt – Ef okkur finnst banani góður má samt líka borða fleiri ávaxtategundir til að tryggja fjölbreytni. Þannig fáum við fleiri næringarefni. Heilkornavörur eru vörur á borð við gróft brauð, hrökkbrauð, heilhveitipasta, hýðishrísgrjón, kínóa og ákveðnar tegundir af múslí og morgunkorni. Þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Fæðutegundir sem mælt er með að takmarka eða sleppa eru rautt kjöt (hámark 500 grömm á viku) og þá sérstaklega unnar kjötvörur (reyktar og saltar vörur), fínar kornvörur (hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.), sykraðir drykkir og almennt mikið unnar matvörur eins og kex, kökur, djúpsteiktur matur sælgæti o.s.frv. Hér gildir að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og reyna að velja sem mest fæðutegundir sem eru lítið unnar. Vörur sem merktar eru með skráargatinu eru góður kostur með tilliti til næringargildis innan hvers vöruflokks. Best er að sleppa áfenginu Að lokum skal ítrekað að ekki eru til nein örugg mörk í neyslu á áfengi þegar kemur að krabbameinsáhættu. Áfengisneysla er tengd aukinni hættu á krabbameinum á sjö stöðum í líkamanum. Best er að sleppa áfengi, en ef við drekkum þá er mikilvægt að drekka hóflega. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu Heimildir og skylt efni: American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention Rautt eða hvítt? Heilsuráð Mottumars Heilsuvera Covid-19: Næring og matvæli
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun