Sagði það ekki góða tilfinningu að vita að hún væri lömuð fyrir neðan axlir Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 19. ágúst 2020 19:00 Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira