Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 06:28 Alexei Navalny hefur verið einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimir Pútín í Rússlandi. AP/Alexander Zemlianichenko Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57