Heilsugæsla í höftum Guðbrandur Einarsson skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar