Goðamótin á Akureyri munu fara fram Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 22:36 Goðamót Þórs er haldið á hverju ári í Boganum á Akureyri. Goðamótið Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira