Liverpool hjartað of stórt til að geta samið við Man Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 10:30 Emre Can fagnar marki með Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira