Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir er að æfa á fullu þótt hún eigi von á sér í haust. Hún segist ekki taka neina áhættu en er samt að lyfta þyngdum sem fær meðalmanninn til að svitna.
Anníe er vön að lyfta þungum lóðum og að taka vel á því á æfingum. Í viðtölum segist hún leggja ofurkapp á að fylgjast vel með púlsinum sínum nú þegar hjartað hennar slær fyrir tvo.
Anníe Mist hefur lagt mikla áherslu á það að hún taki vel á móti því hlutverki að vera fyrirmynd fyrir konur sem halda áfram að æfa með óléttunni og vill sýna það að konur geti átt barn og komist aftur í fremstu röð í CrossFit. Hún ætlar sér að taka upp þráðinn í CrossFit eftir að hún eignast dóttur sína.
Anníe Mist vill líka gefa aðdáendum sínum og áhugasömum tækifæri til að sjá hvernig hún er að æfa nú þegar hún er komin fjóra mánuði á leið.
Anníe Mist setti þannig inn myndband af sér að lyfta þungum lóðum en það hlýtur að vera mjög sjaldgæft að sjá ólétta konu leika sér með svona miklar þyngdir. Þetta er nógu erfitt fyrir íþróttakonu í hundrað prósent formi.
Anníe er þarna að vinna með 89 kíló í fyrri hluta í jafnhöttun (Clean) og þá er hún að lyfta 80 kílóum í snörun. Það magnaða er að þarna hún að passa sig því Anníe tekur það sérstaklega fram að hún geti lyft meiri þyngdum.
Þetta myndband með lyftum Anníe Mistar má sjá hér fyrir neðan.
I’m not maxing out but I’m working my way up to a weight that still feels good to me - this week I did my last complex at 195lbs/89kg for my power clean and 175lbs/80kg on my snatch I haven’t really had to make any changes in my stile or form but I have change my grip a little on the snatch. I made it little narrower to make sure the contact is lower - I usually have contact a little above hip but now it’s down to the pubic bone. #fitpregnancy #liftingwithabelly #listentoyourbodyView this post on Instagram
A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Mar 6, 2020 at 6:21am PST