Flugfreyjur verða í hlífðarfötum í flugi frá Veróna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. mars 2020 19:26 Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira