„Verða án efa einhver áföll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 12:54 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vihelm Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira