Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira