Sportpakkinn: „Vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 15:37 KA/Þór komst síðast í undanúrslit bikarkeppninnar 2018. Þá tapaði liðið fyrir Haukum, sem eru einmitt andstæðingur þeirra í kvöld. vísir/bára Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30
Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00