Færeyingar svekktir og pirraðir út í hræsnarann Robert Plant Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 10:43 Robert Plant og Suzi Dian syngja hér á tónleikum Saving Grace um mitt síðasta ár. Getty/David Corio Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“ Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“
Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43
Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48