Icelandair ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun til Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 23:50 Icelandair hefur ekki gert breytingar á þeim áætlunum sínum að hefja beint flug til Mílanó í maí. vísir/vilhelm Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03