Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:03 Frá upplýsingafundi um veiruna í dag. vísir/vilhelm Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira