Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:40 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, virtist ekki sáttur við svör Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um útlendingamál á Alþingi í dag. Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn spurði Áslaugu meðal annars hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi og til Grikklands í þeim tilfellum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Nokkru áður hafi hann átt samtal við ráðherra á Alþingi þar sem fram kom að Ísland sendi fólk ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar svokölluðu. Aftur á móti hafi honum þá láðst að nefna það að Ísland sendi fólk og jafnvel börn til Grikklands, hafi það þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. „Ég skil vel lagatæknina á bak við þetta, að þetta séu ekki Dyflinnarmál. Það bara breytir því ekki að aðstæður í Grikklandi eru óboðlegar, sér í lagi fyrir börn eins og Rauði krossinn hefur ítrekað bent á,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Spurði hann ráðherra því hvort til stæði að „að breyta þeim forkastanlegu vinnubrögðum,“ líkt og Helgi Hrafn orðaði það. Hvort sem börn hafi stöðu flóttamanns í Grikklandi eða ekki séu aðstæður þar í landi ekki boðlegar. „Það hefur ítrekað verið bent á þetta af hálfu Rauða krossins. Ég sé ekki betur en að UNICEF taki undir að það standist ekki lagakröfur Íslands gagnvart íslenskum barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda börn í þessar óboðlegu aðstæður,“ sagði Helgi. Ráðherra segir mun vera á aðstæðum Áslaug Arna sagði mun vera á þessum svokölluðu verndarmálum og Dyflinnarmálum. „Verndarmálin eru þau mál sem koma inn í okkar kerfi þar sem einstaklingar hafa hlotið vernd í einhverju öðru ríki nú þegar. Það er þó ekki þannig að þau mál séu afgreidd sjálfkrafa út af borðinu heldur er einstaklingsbundið mat á þeim málum líkt og öllum öðrum málum,“ sagði Áslaug. Árið 2010 hafi verið hætt að senda fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem fátt annað bíði þess þar en líf í flóttamannabúðum. „Aftur á móti þegar fólk hefur fengið vernd, hefur stöðu flóttamanns, hefur það sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Það er það fær dvalarleyfi og á rétt á heilbrigðisþjónustu, á menntakerfinu, má vinna, hefur rétt á að ganga í skóla og fær sjálfkrafa aðgang að vinnumarkaðnum og getur eftir þrjú ár fengið grískan ríkisborgararétt,“ sagði Áslaug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Þrátt fyrir þetta séu stjórnvöld meðvituð um að staðan í Grikklandi sé ekki góð. „Þetta er metið hverju sinni, umsækjendur fá einstaklingsbundið mat eða efnismeðferð hér á landi og það hefur ekkert ríki í Evrópu hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi, ekki Norðurlöndin sem við höfum leitast til að vera samstiga við í framkvæmd okkar,“ sagði Áslaug ennfremur. Spyr hvernig fólk sofi á nóttunni Í síðari ræðu sinni ítrekaði Helgi Hrafn að hann skyldi hinar lagatæknilegu hliðar málsins. Aftur á móti geti hann ekki skilið „hvernig fólk sefur á næturnar sem aðhyllist hana.“ Því kalli hann eftir svörum við því hvort þessu standi til að breyta. Í síðara andsvari sagði Áslaug Arna að það væri rangt hjá Helga Hrafni að halda því fram að hér séu „allar dyr lokaðar og ekki sagt já við neinum nema í ýtrustu neyð,“ að því er fram kom í máli Áslaugar. Kerfið hér á landi sé þannig byggt upp að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem séu í raunverulegri neyð. Yfir 500 manns hafi fengið vernd hér á landi í fyrra og það sé há tala í samanburði við löndin í kringum okkur. Heyrðist Helgi Hrafn þá kalla úr salnum áður en hann rauk á dyr. „Svo má sú umræða alltaf vera uppi hvernig kerfið okkar eigi að vera en það verður að vera gagnsætt, það verður að gæta jafnræðis við afgreiðslu mála og tryggja að þeir sem eru í sömu aðstæðum fái sömu afgreiðslu. Það hafa um 35 einstaklingar verið sendir til Grikklands frá 2015 en ekki hundruð manna eins og kannski er ýjað að,“ sagði Áslaug. „Ég sé að háttvirtur þingmaður hefur engan áhuga á að hlusta á svörin eða ræða þessi mál af einhverri yfirvegun, enda rýkur hann hér á dyr,“ sagði Áslaug. Í samtali við fréttastofu segist Helgi Hrafn hafa gengið úr salnum þar sem honum hafi misboðið skortur á svörum ráðherra. Það sé að hans mati óforsvaranlegt að börnum sé vísað úr landi og til Grikklands, óháð því hvort þau og fjölskyldur þeirra hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi eða ekki. Alþingi Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, virtist ekki sáttur við svör Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um útlendingamál á Alþingi í dag. Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn spurði Áslaugu meðal annars hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi og til Grikklands í þeim tilfellum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Nokkru áður hafi hann átt samtal við ráðherra á Alþingi þar sem fram kom að Ísland sendi fólk ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar svokölluðu. Aftur á móti hafi honum þá láðst að nefna það að Ísland sendi fólk og jafnvel börn til Grikklands, hafi það þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. „Ég skil vel lagatæknina á bak við þetta, að þetta séu ekki Dyflinnarmál. Það bara breytir því ekki að aðstæður í Grikklandi eru óboðlegar, sér í lagi fyrir börn eins og Rauði krossinn hefur ítrekað bent á,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Spurði hann ráðherra því hvort til stæði að „að breyta þeim forkastanlegu vinnubrögðum,“ líkt og Helgi Hrafn orðaði það. Hvort sem börn hafi stöðu flóttamanns í Grikklandi eða ekki séu aðstæður þar í landi ekki boðlegar. „Það hefur ítrekað verið bent á þetta af hálfu Rauða krossins. Ég sé ekki betur en að UNICEF taki undir að það standist ekki lagakröfur Íslands gagnvart íslenskum barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda börn í þessar óboðlegu aðstæður,“ sagði Helgi. Ráðherra segir mun vera á aðstæðum Áslaug Arna sagði mun vera á þessum svokölluðu verndarmálum og Dyflinnarmálum. „Verndarmálin eru þau mál sem koma inn í okkar kerfi þar sem einstaklingar hafa hlotið vernd í einhverju öðru ríki nú þegar. Það er þó ekki þannig að þau mál séu afgreidd sjálfkrafa út af borðinu heldur er einstaklingsbundið mat á þeim málum líkt og öllum öðrum málum,“ sagði Áslaug. Árið 2010 hafi verið hætt að senda fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem fátt annað bíði þess þar en líf í flóttamannabúðum. „Aftur á móti þegar fólk hefur fengið vernd, hefur stöðu flóttamanns, hefur það sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Það er það fær dvalarleyfi og á rétt á heilbrigðisþjónustu, á menntakerfinu, má vinna, hefur rétt á að ganga í skóla og fær sjálfkrafa aðgang að vinnumarkaðnum og getur eftir þrjú ár fengið grískan ríkisborgararétt,“ sagði Áslaug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Þrátt fyrir þetta séu stjórnvöld meðvituð um að staðan í Grikklandi sé ekki góð. „Þetta er metið hverju sinni, umsækjendur fá einstaklingsbundið mat eða efnismeðferð hér á landi og það hefur ekkert ríki í Evrópu hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi, ekki Norðurlöndin sem við höfum leitast til að vera samstiga við í framkvæmd okkar,“ sagði Áslaug ennfremur. Spyr hvernig fólk sofi á nóttunni Í síðari ræðu sinni ítrekaði Helgi Hrafn að hann skyldi hinar lagatæknilegu hliðar málsins. Aftur á móti geti hann ekki skilið „hvernig fólk sefur á næturnar sem aðhyllist hana.“ Því kalli hann eftir svörum við því hvort þessu standi til að breyta. Í síðara andsvari sagði Áslaug Arna að það væri rangt hjá Helga Hrafni að halda því fram að hér séu „allar dyr lokaðar og ekki sagt já við neinum nema í ýtrustu neyð,“ að því er fram kom í máli Áslaugar. Kerfið hér á landi sé þannig byggt upp að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem séu í raunverulegri neyð. Yfir 500 manns hafi fengið vernd hér á landi í fyrra og það sé há tala í samanburði við löndin í kringum okkur. Heyrðist Helgi Hrafn þá kalla úr salnum áður en hann rauk á dyr. „Svo má sú umræða alltaf vera uppi hvernig kerfið okkar eigi að vera en það verður að vera gagnsætt, það verður að gæta jafnræðis við afgreiðslu mála og tryggja að þeir sem eru í sömu aðstæðum fái sömu afgreiðslu. Það hafa um 35 einstaklingar verið sendir til Grikklands frá 2015 en ekki hundruð manna eins og kannski er ýjað að,“ sagði Áslaug. „Ég sé að háttvirtur þingmaður hefur engan áhuga á að hlusta á svörin eða ræða þessi mál af einhverri yfirvegun, enda rýkur hann hér á dyr,“ sagði Áslaug. Í samtali við fréttastofu segist Helgi Hrafn hafa gengið úr salnum þar sem honum hafi misboðið skortur á svörum ráðherra. Það sé að hans mati óforsvaranlegt að börnum sé vísað úr landi og til Grikklands, óháð því hvort þau og fjölskyldur þeirra hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi eða ekki.
Alþingi Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent