Smitin á Íslandi orðin ellefu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 12:28 Ellefu sýni hafa greinst jákvæð hér á landi. Vísir/Vilhelm Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Þessi tvö komu til landsins með fluginu frá Veróna laugardaginn. Fólkið sem kom frá Veróna dvaldi ekki allt á sama hóteli en hluti af fólkinu gerði það. Fjöldi manns í sóttkví hér á landi eru nú á fjórða hundrað. Á blaðamannafundi almannavarna í gær kom fram að eftir ætti að ná í nokkra farþega úr Verónafluginu á laugardaginn. Víðir segir að nú sé búið að ná í alla. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ spyr Kjartan Hreinn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti Landlæknis, Rauði krossinn og Landspítali bjóða blaðamönnum til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Níu Íslendingar smitaðir af kórónuveirunni Þrjú tilfelli kórónuveirunnar greindust til viðbótar í dag og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. 2. mars 2020 21:40 Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Segir Íslendinga og heimamenn í Madonna vera hina rólegustu Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn vera hina rólegustu vegna kórónuveirunnar. Hann vissi ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út. 2. mars 2020 17:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Þessi tvö komu til landsins með fluginu frá Veróna laugardaginn. Fólkið sem kom frá Veróna dvaldi ekki allt á sama hóteli en hluti af fólkinu gerði það. Fjöldi manns í sóttkví hér á landi eru nú á fjórða hundrað. Á blaðamannafundi almannavarna í gær kom fram að eftir ætti að ná í nokkra farþega úr Verónafluginu á laugardaginn. Víðir segir að nú sé búið að ná í alla. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ spyr Kjartan Hreinn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti Landlæknis, Rauði krossinn og Landspítali bjóða blaðamönnum til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Níu Íslendingar smitaðir af kórónuveirunni Þrjú tilfelli kórónuveirunnar greindust til viðbótar í dag og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. 2. mars 2020 21:40 Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Segir Íslendinga og heimamenn í Madonna vera hina rólegustu Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn vera hina rólegustu vegna kórónuveirunnar. Hann vissi ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út. 2. mars 2020 17:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Níu Íslendingar smitaðir af kórónuveirunni Þrjú tilfelli kórónuveirunnar greindust til viðbótar í dag og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. 2. mars 2020 21:40
Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00
Segir Íslendinga og heimamenn í Madonna vera hina rólegustu Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn vera hina rólegustu vegna kórónuveirunnar. Hann vissi ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út. 2. mars 2020 17:45