Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 22:45 Frá Madonna-skíðasvæðinu á Norður-Ítalíu. Þar er nú fjöldi Íslendinga á skíðum og eru þeir væntanlegir til landsins næstkomandi laugardag. vísir/getty Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira