Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu um allan heim. vísir/vilhelm Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira