Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Andri Eysteinsson skrifar 1. mars 2020 12:44 Afkomuspáin var gefin út 6.febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. Vegna óvissunnar hefur félagið tekið afkomuspá sem gefin var út 6. febrúar síðastliðinn úr gildi og telja stjórnendur ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar í dag. Kórónuveiran hefur breiðst út um víða veröld á undanförnum vikum og greindist fyrsta tilvik hennar hér á landi í síðustu viku. Um var að ræða mann sem hafði verið á skíðum á Ítalíu en stór hluti Norður-Ítalíu er skilgreindur sem sérstakt hættusvæði vegna möguleika á smiti. Icelandair gripið til ýmissa ráðstafana „Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og viðbrögð við henni eru að hafa áhrif á ferðahegðun á okkar markaðssvæði. Vegna þess erum við að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„Öll áhersla verður lögð á að lágmarka áhrif á viðskiptavini okkar en ef mótvægisaðgerðir koma til með að hafa áhrif á flugáætlun, munum við upplýsa um það um leið og slíkar ákvarðanir liggja fyrir. Ég legg áherslu á að öryggi og velferð farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrirrúmi.“Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að flugfélagið Icelandair hafi gripið til ýmissa ráðstafana og aukið viðbragðsgetu til þess að geta brugðist við útbreiðslu veirunnar. Félagið sé í samskiptum við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið sem og alþjóðlegu læknaþjónustuna Medaire sem sérhæfir sig í lækningum og forvörnum um borð í flugvélum. Þá hefur verið gripið til varúðarráðstafana með viðbótarbúnaði í vélum félagsins, þar á meðal sótthreinsiefni, andlitsgrímur og hanskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. Vegna óvissunnar hefur félagið tekið afkomuspá sem gefin var út 6. febrúar síðastliðinn úr gildi og telja stjórnendur ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar í dag. Kórónuveiran hefur breiðst út um víða veröld á undanförnum vikum og greindist fyrsta tilvik hennar hér á landi í síðustu viku. Um var að ræða mann sem hafði verið á skíðum á Ítalíu en stór hluti Norður-Ítalíu er skilgreindur sem sérstakt hættusvæði vegna möguleika á smiti. Icelandair gripið til ýmissa ráðstafana „Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og viðbrögð við henni eru að hafa áhrif á ferðahegðun á okkar markaðssvæði. Vegna þess erum við að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„Öll áhersla verður lögð á að lágmarka áhrif á viðskiptavini okkar en ef mótvægisaðgerðir koma til með að hafa áhrif á flugáætlun, munum við upplýsa um það um leið og slíkar ákvarðanir liggja fyrir. Ég legg áherslu á að öryggi og velferð farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrirrúmi.“Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að flugfélagið Icelandair hafi gripið til ýmissa ráðstafana og aukið viðbragðsgetu til þess að geta brugðist við útbreiðslu veirunnar. Félagið sé í samskiptum við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið sem og alþjóðlegu læknaþjónustuna Medaire sem sérhæfir sig í lækningum og forvörnum um borð í flugvélum. Þá hefur verið gripið til varúðarráðstafana með viðbótarbúnaði í vélum félagsins, þar á meðal sótthreinsiefni, andlitsgrímur og hanskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira