Aron og félagar settu met í Meistaradeild Evrópu | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:30 Aron og Stefán Rafn í leiknum í gær. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils. Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils.
Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00