Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 17:24 Lena Hallengren er heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA/Claudio Bresciani Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira