Öll tíu liðin sem keppa í Formúlu 1 kappakstrinum hafa skrifað undir áttunda Concorde-samninginn. Snýr sá samningur að því hvernig tekjum sem koma inn er skipt niður á liðin sem keppa í Formúlu 1.
Samningurinn er kenndur við Concorde-torgið í París þar sem FIA, Alþjóðaaksturs-íþróttasambandið, er staðsett. Var fyrsti samningurinn undirritaður árið 1981 og verið uppfærður reglulega síðan. Sá sem er í gildi nú hefur verið frá árinu 2013 og því kominn tími á breytingar.
Bernie Ecclestone, sem átti sýningarréttinn á Formúlunni þangað til 2017, var talinn gefa Mercedes, Ferrari og Red Bull full mikið af því sem kom inn í kassann. Nú mun fjármagnið dreifast betur á liðin tíu.
Það tók sinn tíma fyrir áðurnefnd þrjú lið að samþykkja samninginn en talið er að hann komi verst niður á Mercedes sem hefur verið í sérflokki undanfarin ár. Lewis Hamilton, ökurmaður Mercedes, hefur einnig verið í sérflokki en hann stefnir hraðbyr á að vera sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi.
A remarkable journey that got off to a sensational start
— Formula 1 (@F1) August 20, 2020
Relive @LewisHamilton's incredible rise #F1 @Aramco https://t.co/0kN2JLWkNW
Chase Carey - framkvæmdastjóriu Formúlu 1 samsteypunnar segir samkvæmt frétt Financial Times að nýi samningurinn muni skapa sanngjarnara umhverfi sem og brúa bilið sem er á milli liðanna tíu.