Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 07:12 Lögregluþjónar standa vörð við sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57
Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47