Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 20:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira