Handbolti

Seinni bylgjan: „Allt er betra en ekkert“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásgeir Jónsson er formaður handkattleiksdeildar FH.
Ásgeir Jónsson er formaður handkattleiksdeildar FH. vísir/skjáskot
Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi og ræddi hann stöðuna sem komin upp í handboltanum vegna kórónuveirunnar.

Ásgeir segir að hann vonaðist til þess að úrslitakeppnin færi fram með einhverjum hætti en deildin er nú í þriggja vikna pásu vegna samkomubanns sem nú gildir.

„Ég vona það besta og vona að við náum eftir fjórar til fimm vikur að koma okkur í gegnum þessa tvo leiki sem eftir eru í deildinni. Í framhaldinu keyra okkur í gang í úrslitakeppninni en með hvaða hætti hún verður er eitthvað sem við félögin og HSÍ þurfum að vinna saman að,“ sagði Ásgeir.

„Ég held að í því sé allt betra en ekkert. Við verðum að vona það besta og vona að því verði,“ bætti Ásgeir við og Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, var sammála honum.

„Ég vona innilega að eftir fjórar til sex vikur þá verði hægt að byrja þetta. Liðin þurfa þá að fá einhverja viku til að keyra sig almennilega í gang. Ég held að það sé klárt að það verði breytt fyrirkomulag á úrslitakeppninni til þess að reyna að láta hana fara fram.“

„Hvort að það væri heima og heiman í 8-liða og svo einhver Final 4 helgi, maður veit það ekki. Allavega þá vonar maður að úrslitakeppnin geti farið fram. Þetta er mikill tekjumissir en bara fyrir handboltann sjálfan.“

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Ásgeir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×