Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2020 15:03 Tara Margrét hvetur fólk til að senda inn sínar reynslusögur af heilbrigðiskerfinu. vísir/sigurjón Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna. Heilbrigðismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna.
Heilbrigðismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira