Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:53 Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna. Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna.
Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01