Skrásetningargjöld - útilokun öryrkja? Lilja Guðmundsdóttir og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir skrifar 10. mars 2020 05:45 Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun