Samherjar með flestar sendingar í Pepsi Max deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 15:30 Eyjólfur Héðinsson í leik með Stjörnunni. Vísir/Bára Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22 Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira