Setur kubb í bílinn, hagar þér vel í umferðinni og færð afslátt af tryggingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 15:00 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, hyggst bjóða viðskiptavinum fyrirtækisins áhugaverðan díl. Leyfðu okkur að fylgjast með akstrinum, keyrðu sómasamlega og þá lækkum við iðgjöldin þín. vísir/vilhelm Stefnt er að því að svokallaður Ökuvísir verði fáanlegur um næstu áramót. Þar er ekki um að ræða nýja undirsíðu Vísis um bíla og samgöngur heldur kubb sem ökumenn setja í bíla sína. Kubburinn er eins konar ökuriti og mun fylgjast með akstri bílstjóra; t.a.m. hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Hagi þeir sér með ábyrgum hætti í umferðinni og minnka þannig líkurnar á slysum mega þeir vænta þess að iðgjöldin þeirra verði lægri. Helgi Bjarnason forstjóri VÍS bauð blaðmanni að ræða við sig um nýjungina. Ljóst er að þau hjá tryggingafélaginu eru spennt fyrir henni, en þrír aðrir starfsmenn VÍS hlustuðu á samtal blaðamannsins og Helga í morgun. Ætlunin er að breyta því hvernig tryggingar virka að sögn Helga, Ökuvísirinn er liður í því. Kórónuveiran kveikjan Forstjórinn segir að hugmyndina megi ekki hvað síst rekja til yfirstandandi faraldurs. Eins og kunnugt er dróst akstur mikið saman í fyrstu bylgju faraldursins og samhliða því urðu færri slys, samdrátturinn hljóp víða á tugum prósenta fyrstu vikurnar eftir að samkomuhöft voru innleidd í mars. Tryggingafélög fóru þá sum hver að endurgreiða hluta iðgjalda og segir Helgi að VÍS hafi viljað hugsa þetta til lengri tíma. Sjálfur Ökuvísirinn.vís „Viðskiptavinir sem keyra lítið eða vel eiga að njóta þess, ekki bara vegna ástands eins og COVID-19. Það verður því að vera til staðar heildstæð lausn til lengri tíma. Með þessu geta viðskiptavinir stjórnað iðgjöldunum sínum,“ segir Helgi. Hann tekur sumarið sem dæmi; fólk sem tekur upp á því að nýta það til þess að hjóla eða rafskutlast í vinnuna, eða bara fara í sumarfí, eigi að uppskera samkvæmt því. Ef það keyrir minna á það að borga minna. Fylgist með fimm þáttum Ökuvísirinn tekur þó ekki aðeins mið af eknum kílómetrum heldur einnig aksturslagi. Ökuvísirinn gefur akstrinum einkunn byggða á eftirfarandi þáttum: Hraða (yfir hámarkshraða) Hröðun/gefið inn snögglega Hemlun/nauðhemlun Hraði í beygjum (ef ekur of hratt í beygju/hard cornering) Símanotkun án handfrjáls búnaðar og skjánotkun ef bíll er á yfir 15 km hraða. Ökuvísirinn er tengdur við síma ökumannsins sem aðstoðar við að safna saman upplýsingunum. Ökumaðurinn fær síðan einkunn fyrir aksturslagið sitt þann mánuðinn og segir Helgi að það verði grunnurinn að því hvað hann mun síðan greiða í iðgjöld. Lækki gjöld og fækki slysum Það sé þó ekki aðeins sparnaður sem vakir fyrir VÍS, að sögn Helga. „Við ætlum að breyta taktinum sem hefur verið í tryggingum almennt; að bíða ekki eftir tjóni heldur einblína á að koma í veg fyrir tjón. Við viljum einfaldlega að viðskiptavinir okkar lendi sjaldnar í slysum,“ segir Helgi segir í þessu samhengi að erlend dæmi sýni fram á fimmtungsfækkun slysa hjá þeim sem nota slíka tækni. Því þó svo að þetta verði í fyrsta sinn sem íslenskt tryggingafélag býðst til að rekja akstur fólks segir Helgi að VÍS sé ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Sama tækni sé að ryðja sér til rúms víða um heim, t.a.m. í Evrópu og Bandaríkjunum og má nefna Tryg og Nationwide í þessu samhengi. Þá séu um fimm milljón manns um allan heim sem nota lausnina sem VÍS byggir þessa vöruþróun á. Helgi með kubbinn. Hann segir næstu vikur og mánuði fara í prófanir.vísir/vilhelm Afsláttur í skiptum fyrir eftirlit? Fordæmið sé því til staðar, aðferðafræðin sé skýr og fyrir vikið sé búið að kljást við öll helstu persónuverndarálitamálin. Helgi segir lagaumgjörðina liggja fyrir og að VÍS muni ekki nýta gögnin sem verða til með öðrum hætti en rúmast innan ramma laganna. „Við höfum hugað vel að persónuvernd í allri þróun á Ökuvísinum og höfum meðal annars sett okkur í samband við Persónuvernd,“ segir Helgi. Upplýst samþykki viðskiptavina þurfi þannig að liggja skýrt fyrir áður en Ökuvísirinn er virkjaður. Blaðamaðurinn hefur þó sínar efasemdir. En nú verða flest slys á heimilum fólks. Er þá ekki næsta skref að bjóða viðskiptavinum VÍS að setja upp öryggismyndavélar heima hjá sér sem streyma beint til ykkar? Bjóða þeim afslátt af tryggingum og þannig koma í veg fyrir slys? „Haha, það er nú kannski á öðrum stað en við erum að hugsa þetta,“ segir Helgi. „Þetta snýst ekki um að við fylgjumst með því hvað fólk gerir hverja mínútu þann daginn.“ VÍS leggi mikið upp úr upplýsingaöryggi og persónuvernd, Ökuvísirinn gangi ekki gegn því. Helgi segir þó að VÍS fylgist vel með þeirri þróun sem er að eiga sér stað í heiminum í þessa átt. Tryggingafélagið geti þannig alveg hugsað sér að halda áfram á þessari vegferð en ekkert sé þó annað í pípunum hjá VÍS í þessum efnum en Ökuvísirinn. Upphæðir sem skipti máli Það sé þó nokkrum spurningum enn ósvarað. Til að mynda hvað hinn „fullkomni ökumaður“ má búast við því að fá mikinn afslátt af iðgjöldunum sínum. Helgi segir hins vegar að þar verði um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Þetta geti þannig komið ungum ökumönnum sér vel enda greiða þeir að jafnaði hærri iðgjöld á fyrstu árunum. VÍS hyggst leita til viðskiptavina sinna í næstu viku og óska eftir fólki til að prófa Ökuvísinn. Næstu vikur og mánuðir munu að sögn Helga fara í að þróa útfærsluna í samráði við viðskiptavinina, en eins og fyrr segir áætlar VÍS að Ökuvísirinn verði formlega kominn í gagnið um áramót. Tryggingar Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stefnt er að því að svokallaður Ökuvísir verði fáanlegur um næstu áramót. Þar er ekki um að ræða nýja undirsíðu Vísis um bíla og samgöngur heldur kubb sem ökumenn setja í bíla sína. Kubburinn er eins konar ökuriti og mun fylgjast með akstri bílstjóra; t.a.m. hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Hagi þeir sér með ábyrgum hætti í umferðinni og minnka þannig líkurnar á slysum mega þeir vænta þess að iðgjöldin þeirra verði lægri. Helgi Bjarnason forstjóri VÍS bauð blaðmanni að ræða við sig um nýjungina. Ljóst er að þau hjá tryggingafélaginu eru spennt fyrir henni, en þrír aðrir starfsmenn VÍS hlustuðu á samtal blaðamannsins og Helga í morgun. Ætlunin er að breyta því hvernig tryggingar virka að sögn Helga, Ökuvísirinn er liður í því. Kórónuveiran kveikjan Forstjórinn segir að hugmyndina megi ekki hvað síst rekja til yfirstandandi faraldurs. Eins og kunnugt er dróst akstur mikið saman í fyrstu bylgju faraldursins og samhliða því urðu færri slys, samdrátturinn hljóp víða á tugum prósenta fyrstu vikurnar eftir að samkomuhöft voru innleidd í mars. Tryggingafélög fóru þá sum hver að endurgreiða hluta iðgjalda og segir Helgi að VÍS hafi viljað hugsa þetta til lengri tíma. Sjálfur Ökuvísirinn.vís „Viðskiptavinir sem keyra lítið eða vel eiga að njóta þess, ekki bara vegna ástands eins og COVID-19. Það verður því að vera til staðar heildstæð lausn til lengri tíma. Með þessu geta viðskiptavinir stjórnað iðgjöldunum sínum,“ segir Helgi. Hann tekur sumarið sem dæmi; fólk sem tekur upp á því að nýta það til þess að hjóla eða rafskutlast í vinnuna, eða bara fara í sumarfí, eigi að uppskera samkvæmt því. Ef það keyrir minna á það að borga minna. Fylgist með fimm þáttum Ökuvísirinn tekur þó ekki aðeins mið af eknum kílómetrum heldur einnig aksturslagi. Ökuvísirinn gefur akstrinum einkunn byggða á eftirfarandi þáttum: Hraða (yfir hámarkshraða) Hröðun/gefið inn snögglega Hemlun/nauðhemlun Hraði í beygjum (ef ekur of hratt í beygju/hard cornering) Símanotkun án handfrjáls búnaðar og skjánotkun ef bíll er á yfir 15 km hraða. Ökuvísirinn er tengdur við síma ökumannsins sem aðstoðar við að safna saman upplýsingunum. Ökumaðurinn fær síðan einkunn fyrir aksturslagið sitt þann mánuðinn og segir Helgi að það verði grunnurinn að því hvað hann mun síðan greiða í iðgjöld. Lækki gjöld og fækki slysum Það sé þó ekki aðeins sparnaður sem vakir fyrir VÍS, að sögn Helga. „Við ætlum að breyta taktinum sem hefur verið í tryggingum almennt; að bíða ekki eftir tjóni heldur einblína á að koma í veg fyrir tjón. Við viljum einfaldlega að viðskiptavinir okkar lendi sjaldnar í slysum,“ segir Helgi segir í þessu samhengi að erlend dæmi sýni fram á fimmtungsfækkun slysa hjá þeim sem nota slíka tækni. Því þó svo að þetta verði í fyrsta sinn sem íslenskt tryggingafélag býðst til að rekja akstur fólks segir Helgi að VÍS sé ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Sama tækni sé að ryðja sér til rúms víða um heim, t.a.m. í Evrópu og Bandaríkjunum og má nefna Tryg og Nationwide í þessu samhengi. Þá séu um fimm milljón manns um allan heim sem nota lausnina sem VÍS byggir þessa vöruþróun á. Helgi með kubbinn. Hann segir næstu vikur og mánuði fara í prófanir.vísir/vilhelm Afsláttur í skiptum fyrir eftirlit? Fordæmið sé því til staðar, aðferðafræðin sé skýr og fyrir vikið sé búið að kljást við öll helstu persónuverndarálitamálin. Helgi segir lagaumgjörðina liggja fyrir og að VÍS muni ekki nýta gögnin sem verða til með öðrum hætti en rúmast innan ramma laganna. „Við höfum hugað vel að persónuvernd í allri þróun á Ökuvísinum og höfum meðal annars sett okkur í samband við Persónuvernd,“ segir Helgi. Upplýst samþykki viðskiptavina þurfi þannig að liggja skýrt fyrir áður en Ökuvísirinn er virkjaður. Blaðamaðurinn hefur þó sínar efasemdir. En nú verða flest slys á heimilum fólks. Er þá ekki næsta skref að bjóða viðskiptavinum VÍS að setja upp öryggismyndavélar heima hjá sér sem streyma beint til ykkar? Bjóða þeim afslátt af tryggingum og þannig koma í veg fyrir slys? „Haha, það er nú kannski á öðrum stað en við erum að hugsa þetta,“ segir Helgi. „Þetta snýst ekki um að við fylgjumst með því hvað fólk gerir hverja mínútu þann daginn.“ VÍS leggi mikið upp úr upplýsingaöryggi og persónuvernd, Ökuvísirinn gangi ekki gegn því. Helgi segir þó að VÍS fylgist vel með þeirri þróun sem er að eiga sér stað í heiminum í þessa átt. Tryggingafélagið geti þannig alveg hugsað sér að halda áfram á þessari vegferð en ekkert sé þó annað í pípunum hjá VÍS í þessum efnum en Ökuvísirinn. Upphæðir sem skipti máli Það sé þó nokkrum spurningum enn ósvarað. Til að mynda hvað hinn „fullkomni ökumaður“ má búast við því að fá mikinn afslátt af iðgjöldunum sínum. Helgi segir hins vegar að þar verði um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Þetta geti þannig komið ungum ökumönnum sér vel enda greiða þeir að jafnaði hærri iðgjöld á fyrstu árunum. VÍS hyggst leita til viðskiptavina sinna í næstu viku og óska eftir fólki til að prófa Ökuvísinn. Næstu vikur og mánuðir munu að sögn Helga fara í að þróa útfærsluna í samráði við viðskiptavinina, en eins og fyrr segir áætlar VÍS að Ökuvísirinn verði formlega kominn í gagnið um áramót.
Tryggingar Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira