Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:30 Higuaín og Khedira [í gulu] mega finna sér nýtt lið en Ítalíumeistarar Juventus vilja rifta samningum þeirra beggja. David Ramos/Getty Images Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira