Navalny kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 07:43 Navalny fluttur úr flugvél á flugvelli í Berlín í morgun. AP/Michael Kappeler Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020 Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12