Myndböndin frá Kastalabrekku hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 19:45 Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér: Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér:
Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira