Líður illa með að hafa ekki „heillegan söguþráð“ vegna smitsins á Hlíf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38
Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59