Tungumálatöfrar Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun