Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Í fjarvinnu þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um að þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á það hvernig teyminu gengur. Vísir/Getty Það er allur gangur á því hvernig fólk er að upplifa fjarvinnu. Sumir segjast afkasta miklu meir vinnandi heiman frá á meðan aðrir upplifa fjarvinnuna lýjandi eða eiga jafnvel erfiðara með að vinna í samanburði við á vinnustaðnum. Í mörgum teymum er það þannig að sá aðili sem á ekkert erfitt með fjarvinnuna er stjórnandinn sjálfur. Þetta er oft starfsmaðurinn sem hvort eð er skarar fram úr í afköstum, er alltaf sívinnandi og starfsfólk lítur almennt upp til vegna þess hversu magnaður viðkomandi er í starfi sínu. En þessir stjórnendur þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm í fjarvinnunni því þeirra hegðun getur haft mikið um það að segja, hvernig öðru starfsfólki er að ganga að vinna heiman frá. Skoðum þetta aðeins nánar. Til að byrja með er gott að átta sig á því hverjir teljast afkastameiri en aðrir og hverjir ekki. Til þess að átta sig á þessu er hægt að svara fullyrðingum þar sem fólk er beðið um að svara: Ertu sammála, mjög sammála eða ósammála? Fullyrðingarnar eru eftirfarandi: Allir sem eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig hafa möguleika á að ná langt Fólk sem leggur ekki mikið á sig í starfi er síður líklegt til að ganga vel Lífið væri nú frekar tilgangslaust ef við þyrftum ekkert að leggja á okkur Samfélagið væri betur statt ef fólk hefði ekki svona mikinn tíma aflögu. Ef þú ert sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum má telja líklegt að þú teljist afkastameiri en meðal starfsmaður. Á ensku skammastafast mikil afkastageta sem PWE sem stendur fyrir „high personal work ethic.“ Leigh Thompson er aðjúnkt við Northwestern University í Bandaríkjunum en einnig prófessor við stjórnendaskóla Kellgg School of Management. Hún mælir með því að afkastamiklir stjórnendur líti í eiginn barm í fjarvinnunni því einkenni í þeirra hegðun getur orðið til þess að draga úr afkastagetu teyma í stað þess að efla starfsfólkið til dáða og auka á afköstin. Thompson nefnir fjögur dæmi sem hún leggur til að stjórnendur hugi að. 1. Tilfinningin um að hafa stjórn Afkastamiklir stjórnendur upplifa sig hafa betri stjórn á hlutunum ef þeir og allir aðrir eru mjög uppteknir við vinnu. Þeim dettur ekki í hug að sofa lengur þótt það sé fjarvinna, spjalla við vini á netinu eða kíkja aðeins á Netflix yfir daginn. Það sem meira er, þessir stjórnendur eru oftast líka eitthvað að vinna á kvöldin og um helgar. Í fjarvinnu vottar fyrir þeirri tilfinningu að þeir hafi ekki eins mikla stjórn í samanburði við það þegar allir eru á staðnum. Það sem þessi stjórnandi þarf hins vegar að gera er að átta sig á því að þessi tilfinning snýst í raun um þá sjálfa en ekki starfsfólkið né fjarvinnuna. 2. Keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum Afkastamiklir stjórnendur keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum, vilja oft klára fundinn sem fyrst og halda áfram að vinna. Þessi hegðun getur dregið úr vinnugleði og afköstum annarra starfsmanna. Það sem stjórnandinn þarf að gera hér er að gefa smá svigrúm til vinaspjalls. Þetta þarf ekki að vera mikið, bara örstutt til að gefa starfsfólki vísbendingu um að það skipti máli hvernig fólki líður og hvernig þeim gengur. Annars er hætta á að smátt og smátt fari starfsfólki að finnast fjarvinnan lýjandi enda engin félagsleg tengsl. 3. Vinnan er alltaf undir pressu Afkastamiklir stjórnendur eru sjálfir alltaf að keppast við eitthvað. Þetta skýrist meðal annars af því hugarfari þeirra að mikilvægt sé að leggja vel á sig í starfi því annars er hætta á að þú dragist aftur úr. Það er til dæmis dæmigert fyrir þennan stjórnanda að síðustu skilaboðin að kvöldi séu frá honum en samt er hann sá fyrsti sem lætur til sín taka í upphafi vinnudags. Hérna þarf stjórnandinn að sýna smá slaka því það er ekki eðlileg krafa að ætlast til þess að allir vinni alltaf undir álagi, standi sig alltaf frábærlega og séu samhliða að fást við allar þær áskoranir sem fylgja fjarvinnu. 4. Eiga erfitt með að slá slöku við Innst inni myndi afkastamiklum stjórnendum finnast það frábært ef allir leggðu sig jafn mikið fram við vinnu og þeir gera sjálfir. Hér þarf stjórnandinn hins vegar að átta sig á því að fjarvinnan ein og sér er að reynast mörgum erfið áskorun. Sumir hafa ekki nægilega góða aðstöðu heima fyrir, eru tæknilega ekki nógu öruggir, eru með fjölskyldumeðlimi í kringum sig allan daginn, félagslega tengingin við vinnufélagana er ekki til staðar og fleira. Þá hafa rannsóknir sýnt að það dregur úr vinnugleði fólks og afkastagetu til lengri tíma litið ef fólk fær ekki smá hvíld á milli tarna eða frá vinnu. Hér þarf stjórnandinn því að slá aðeins af kröfunum og sýna því meiri skilning að vinnan er ekki jafn mikið kappsmál fyrir alla starfsmenn og hann sjálfan. Fjarvinna Stjórnun Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Það er allur gangur á því hvernig fólk er að upplifa fjarvinnu. Sumir segjast afkasta miklu meir vinnandi heiman frá á meðan aðrir upplifa fjarvinnuna lýjandi eða eiga jafnvel erfiðara með að vinna í samanburði við á vinnustaðnum. Í mörgum teymum er það þannig að sá aðili sem á ekkert erfitt með fjarvinnuna er stjórnandinn sjálfur. Þetta er oft starfsmaðurinn sem hvort eð er skarar fram úr í afköstum, er alltaf sívinnandi og starfsfólk lítur almennt upp til vegna þess hversu magnaður viðkomandi er í starfi sínu. En þessir stjórnendur þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm í fjarvinnunni því þeirra hegðun getur haft mikið um það að segja, hvernig öðru starfsfólki er að ganga að vinna heiman frá. Skoðum þetta aðeins nánar. Til að byrja með er gott að átta sig á því hverjir teljast afkastameiri en aðrir og hverjir ekki. Til þess að átta sig á þessu er hægt að svara fullyrðingum þar sem fólk er beðið um að svara: Ertu sammála, mjög sammála eða ósammála? Fullyrðingarnar eru eftirfarandi: Allir sem eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig hafa möguleika á að ná langt Fólk sem leggur ekki mikið á sig í starfi er síður líklegt til að ganga vel Lífið væri nú frekar tilgangslaust ef við þyrftum ekkert að leggja á okkur Samfélagið væri betur statt ef fólk hefði ekki svona mikinn tíma aflögu. Ef þú ert sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum má telja líklegt að þú teljist afkastameiri en meðal starfsmaður. Á ensku skammastafast mikil afkastageta sem PWE sem stendur fyrir „high personal work ethic.“ Leigh Thompson er aðjúnkt við Northwestern University í Bandaríkjunum en einnig prófessor við stjórnendaskóla Kellgg School of Management. Hún mælir með því að afkastamiklir stjórnendur líti í eiginn barm í fjarvinnunni því einkenni í þeirra hegðun getur orðið til þess að draga úr afkastagetu teyma í stað þess að efla starfsfólkið til dáða og auka á afköstin. Thompson nefnir fjögur dæmi sem hún leggur til að stjórnendur hugi að. 1. Tilfinningin um að hafa stjórn Afkastamiklir stjórnendur upplifa sig hafa betri stjórn á hlutunum ef þeir og allir aðrir eru mjög uppteknir við vinnu. Þeim dettur ekki í hug að sofa lengur þótt það sé fjarvinna, spjalla við vini á netinu eða kíkja aðeins á Netflix yfir daginn. Það sem meira er, þessir stjórnendur eru oftast líka eitthvað að vinna á kvöldin og um helgar. Í fjarvinnu vottar fyrir þeirri tilfinningu að þeir hafi ekki eins mikla stjórn í samanburði við það þegar allir eru á staðnum. Það sem þessi stjórnandi þarf hins vegar að gera er að átta sig á því að þessi tilfinning snýst í raun um þá sjálfa en ekki starfsfólkið né fjarvinnuna. 2. Keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum Afkastamiklir stjórnendur keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum, vilja oft klára fundinn sem fyrst og halda áfram að vinna. Þessi hegðun getur dregið úr vinnugleði og afköstum annarra starfsmanna. Það sem stjórnandinn þarf að gera hér er að gefa smá svigrúm til vinaspjalls. Þetta þarf ekki að vera mikið, bara örstutt til að gefa starfsfólki vísbendingu um að það skipti máli hvernig fólki líður og hvernig þeim gengur. Annars er hætta á að smátt og smátt fari starfsfólki að finnast fjarvinnan lýjandi enda engin félagsleg tengsl. 3. Vinnan er alltaf undir pressu Afkastamiklir stjórnendur eru sjálfir alltaf að keppast við eitthvað. Þetta skýrist meðal annars af því hugarfari þeirra að mikilvægt sé að leggja vel á sig í starfi því annars er hætta á að þú dragist aftur úr. Það er til dæmis dæmigert fyrir þennan stjórnanda að síðustu skilaboðin að kvöldi séu frá honum en samt er hann sá fyrsti sem lætur til sín taka í upphafi vinnudags. Hérna þarf stjórnandinn að sýna smá slaka því það er ekki eðlileg krafa að ætlast til þess að allir vinni alltaf undir álagi, standi sig alltaf frábærlega og séu samhliða að fást við allar þær áskoranir sem fylgja fjarvinnu. 4. Eiga erfitt með að slá slöku við Innst inni myndi afkastamiklum stjórnendum finnast það frábært ef allir leggðu sig jafn mikið fram við vinnu og þeir gera sjálfir. Hér þarf stjórnandinn hins vegar að átta sig á því að fjarvinnan ein og sér er að reynast mörgum erfið áskorun. Sumir hafa ekki nægilega góða aðstöðu heima fyrir, eru tæknilega ekki nógu öruggir, eru með fjölskyldumeðlimi í kringum sig allan daginn, félagslega tengingin við vinnufélagana er ekki til staðar og fleira. Þá hafa rannsóknir sýnt að það dregur úr vinnugleði fólks og afkastagetu til lengri tíma litið ef fólk fær ekki smá hvíld á milli tarna eða frá vinnu. Hér þarf stjórnandinn því að slá aðeins af kröfunum og sýna því meiri skilning að vinnan er ekki jafn mikið kappsmál fyrir alla starfsmenn og hann sjálfan.
Fjarvinna Stjórnun Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira