Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 14:53 Fjármálaráðherra, formenn stjórnarandstöðuflokkanna og nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins halda til fundar síðdegis til að ræða um fjáraukalagafrumfarp fjármálaráðherra sem fjallar um heimild til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði. Vísir/Vilhelm Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira