Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 14:53 Fjármálaráðherra, formenn stjórnarandstöðuflokkanna og nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins halda til fundar síðdegis til að ræða um fjáraukalagafrumfarp fjármálaráðherra sem fjallar um heimild til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði. Vísir/Vilhelm Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira